Í hönnun lampans er hugsað til gamla tímans, þegar hlutir voru vandaðir og gerðir til þess að endast og erfast. LURKUR er hugsaður sem tímalaus gripur sem getur elst með fólki og alltaf fundið sér nýjan stað. Lampinn getur bæði verið borð- og veggljós en einnig er hann fáanlegur án snúru og tengist þá beint í dós.
Einstaklingurinn á bak við hönnun og smíði lampanna er Antonía Malmquist Baldursdóttir. Hún er austfirðingur, fædd og uppalin á Fljótsdalshéraði. Alla tíð hefur hún heillast af vönduðum hlutum og haft ástríðu fyrir skapandi greinum sem krefjast vinnu í höndunum. Frá æsku hefur hún búið í nálægð við einstaka náttúru og hefur því ekki langt að sækja sinn helsta innblástur. Sjálfbærni hefur ávalt verið Antoníu ofarlega í huga og þar af leiðandi er markmiðið að framleiða vörur sem gerðar eru til að endast, með velferð jarðarinnar að leiðarljósi.
Timbra | Hreiðarsstaðir | 701 Fljótsdalshérað | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | 865-0281